444 9911

Hafðu
samband

Við svörum þér eins fljótt og auðið er.
Ef vandamálið er áríðandi, hringdu þá í 444 9911.

Takk fyrir!

Fyrirspurnin þín hefur verið móttekin.

Það vantar að fylla út einhverja reiti!

Netfangið þitt er líklega eitthvað rangt stimplað inn!

Varstu að flytja á
nýtt heimili?

Við hjálpum þér að tengja tölvur og tæki upp á nýtt.

Ef það flækist fyrir þér að tengja sjónvörp, tölvur, síma, hljómflutningstæki og fleiri tæki á nýja staðnum, þá getum við komið og aðstoðað þig. Við getum líkað gengið frá snúrum og lagt lagnir ef með þarf.

Er þráðlausa
netið lélegt?

Við getum lagað það og gert það öruggt.

Það er mjög algengt að þráðlausa netið á heimilum náist illa á sumum svæðum heimilisins. Það þýðir að eigendur geta ekki verið á internetinu á þeim svæðum sem getur verið ansi hvimleitt.

Við getum komið á staðinn og leyst þessi mál. Hægt er að setja upp auka sendi (Access Point) á erfið svæðið eða framlengja þráðlausa merkinu áfram. Við mætum á staðinn með þann búnað sem þarf til að leysa málin.

Nýtt tæki eða tölva
á heimilið?

Við hjálpum þér að koma því í fulla virkni.

Fyrir marga getur verið flókið mál að koma nýju tæki í fulla virkni og tengja við önnur tæki á heimilinu. Til dæmis þegar keypt er ný tölva þarf líklega að setja upp hugbúnað, vírusvarnir, tengjast internetinu á heimilinu, koma tölupóstinum í gagnið og tengjast prentara svo eitthvað sé nefnt. Við getum hjálpað þér með þetta allt saman.

Viltu fá öll tækin
til að virka saman?

Við höfum margar lausnir og fáum allt til að virka.

Marga dreymir um að fá tölvur, prentara, spjaldtölvur, snjallsíma, sjónvörp og hljómflutningstæki heimilisins til að virka saman. Geta t.d. geymt allar myndir á einni tölvu á heimilinu sem er afrituð og geta skoðað þær í hvaða tæki sem er, s.s sjónvarpinu eða spjaldtölvunni.

Þetta er alls ekki mikið mál. Á sumum heimilum er allt til staðar og eingöngu þörf á kunnáttumanni frá Tæknisveitinni til að stilla þessu saman , fá hlutina til að virka og kenna á þá. Stundum þarf bara að fjárfesta í einni ódýrri lausn og þá er þetta komið. Við mælum með þú komir í verslun Omnis í Ármúla og sjáir möguleikana sem eru í boði. Sjón er sögu ríkari. Við bjóðum þér að gera úttekt á þínu heimili og gerum kostnaðaráætlun sem innifellur nauðsynlegan búnað og vinnu.

Varstu að fá
myndlykil?

Við tengjum myndlykilinn og leggjum lagnir fyrir þig.

Ef þú ert í vandræðum með að tengja myndlykilinn þá getum við komið á staðinn og tengt hann fyrir þig. Ef netbúnaðurinn er ekki nálægt sjónvarpinu sem myndlykillinn verður staðsettur, getur verið þörf á að leggja tölvulagnir langar leiðir. Við getum einnig aðstoðað þig við það.

Of margar
fjarstýringar?

Við hjálpum þér að fækka þeim í eina.

Allir þekkja það vandamál að hafa 3-4 fjarstýringar fyrir framan sjónvarpið. Oft er það þannig að það getur verið ansi flókið að vita hvaða fjarstýringu á notað hvenær. Með því að sameina þær í eina fjarstýringu eru hægt að einfalda málið verulega, og svo er það miklu huggulegra að hafa bara eina fjarstýringu á sófaborðinu.

Við getum mætt á staðinn með “universal” fjarstýringu og forritað hana við tækin á heimilinu.

Áhyggjur af
myndunum?

Við hjálpum þér að setja upp örugga afritun.

Á tímum stafrænna myndavéla er töluverð hætta á að glata öllum sínum myndum ef ekki er hugað að reglulegri afritun á gögnum í tölvum heimilins. Harðir diskar í tölvum duga ekki endalaust og bara spurning hvenær, ekki hvort, þeir hrynja. Einnig er alltaf hætta á að tölvunni sé stolið eða einhver missi hana í gólfið.

Flestir reyna með veikum mætti að afrita reglulega en svo líða mánuðir og ár án þess að nokkuð sé afritað. Því er mikilvægt að þetta gerist með sjálfvirkum hætti.

Tæknisveitin getur aðstoðað þig við að koma á sjálfvirkri reglulegri afritun á myndum og öðrum gögnum heimilins. Svo er hægt að kaupa þjónustu hjá erlendum aðilum eins og Dropbox.com, box.com eða Sugarsync.com sem gefur margs konar möguleika sem vert er að skoða. Við getum aðstoðað þig við uppsetningu á þessari þjónustu og kennt þér að nota hana.

Er tónlistin
bara í tölvunni?

Við tengjum tölvuna við hljómflutningstækin.

Tölvueigendur eru flestir með mikið magn af tónlist í tölvunni sinni. Einnig er mjög algengt að fólk sé að streyma tónlist af síðum eins og Youtube.com og tonlist.is í tölvuna. Vandamálið er að tölvur eru oftast með lélega hátalara og hljómgæðin því döpur.

Við getum aðstoðað þig við að tengja tölvuna þráðlaust við hljómflutningtæki heimilisins þannig að hægt sé hlusta á tónlistina í betri hljómgæðum og á stað þar sem allir geta notið hennar.

Þú þarft einungis að kaupa búnað eins og Airport Express, en hann fæst í Omnis. Við mætum á staðinn, setjum búnaðinn upp og kennum þér á hann.

Er tölvan
orðin leiðinleg?

Við getum mætt og lagað hana á staðnum.

Það er vissulega dýrari kostur en að fara með hana á verkstæði Omnis, en aftur á móti fær tölvan 100% athygli þegar við erum á staðnum. Við greinum tölvuna og komum með tillögur að úrbótum. Í sumum tilfelllum getum við gert úrbætur á staðnum, en öðrum tilfellum þarf að útvega varahluti og þá tökum við tölvuna með okkur á verkstæði Omnis.

Er þráðlausa
netið öruggt?

Við mætum á staðinn og tryggjum öryggið.

Ef netbúnaður á heimilum er ekki settur upp með réttum hætti getur verið auðvelt er fyrir óprúttna náunga að hlaða niður efni á kostnað eiganda og jafnvel að nálgast trúnaðarupplýsingar eins bankaupplýsingar og kreditkortanúmer.

Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðum Símans og Vodafone hvernig bæta eigi úr þessu, en ef þér finnst erfitt að eiga við þetta sjálf(ur) þá getum við mætt á staðinn og græjað þetta fyrir þig.

Þjónustan

Hvernig gengur þjónustan fyrir sig?
Ferlið er einfalt. Þú smellir á "Hafa samband" hér fyrir ofan og við höfum samband til baka um hæl. Þú getur einnig hringt í síma 444 9911. Söluráðgjafi okkar spjallar við þig og gerir eftirfarandi:

Tæknimaður mætir á staðinn og vinnur verkefnið með viðskiptavin á staðnum. Hann mætir með búnað sem þarf til verkefnisins og upplýsir viðskiptavin um kostnað. Þegar verki er lokið er farið yfir að allt virki sem skyldi og viðskiptavini kennt á öll helstu atriðin. Síðan er gengið frá greiðslu í gegnum kredit eða debit kort. Reikningur er síðan sendur með tölvupósti.

Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og Akranesi.

Verðlagning
Hver heimsókn með hálftíma vinnu inn á heimili kostar kr. 11.990. Þar er innifalið akstur og aksturstími. Hver byrjaður hálftími í vinnu kostar kr. 5.990. Allt efni og búnaður er svo verðlagður sérstaklega.

Verðskrá

Fyrsti hálftími í vinnu kostar 11.990 m/vsk og innifelur upphæðin akstur og aksturstíma. Eftir það kostar hver byrjaður hálftími 5.990 m/vsk.

Hægt er að fá tæknimann á staðinn til að gera úttekt á tiltektnu vandamáli. Þar er metið hvað sé best að gera og hversu mikið verk það er. Úttektin kostar 11.990 m/vsk. Miðað er við að úttektin taki hálftíma og hún innifelur akstur og aksturstíma.

Tækniþjónusta fyrir fyrirtæki
Einnig er boðið upp á tækniþjónustu fyrir fyrirtæki en þá eru það sérfræðingar frá Premis (eiganda Tæknisveitarinnar). Þar er timagjaldið hærra, enda eru þar vel menntaðir og reynslumiklir sérfræðingar á ferð.

Um okkur

car Tæknisveitin sérhæfir sig í tæknilegri heimaþjónustu, þ.e. að hjálpa viðskiptavinum að fullnýta möguleika tölva, spjaldtölva, snjallsíma, netbúnaðs, sjónvarpa, hljómflutningstækja og þess háttar tækja inn á heimili viðskiptavina. Tæknisveitin hefur sterkan bakgrunn í tölvum og netkerfum og kann vel til verka.

Tæknisveitin er hluti af Premis ehf.
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
444 9911 - hjalp@taeknisveitin.is
kt: 540199-2569